Í grasagarðinum eru varðveittar um 5.000 tegundir plantna

Nemendakönnun

Tíminn líður og nú er einungis ein vika eftir af fyrra tímbili Vinnuskólans. Líkt og síðustu sumur sendum við út könnun til nemenda, meðal annars um líðan og ánægju í starfi. Hægt er að svara könnuninni  á Facebook-síðu Vinnuskólans eða í gegnum tengil sem sendur er á netföng nemenda. Niðurstöður úr könnuninni eru Vinnuskólanum mikilvægar því við viljum að sjálfsögðu að starfið sé nemendum sem ánægjulegast og reyna að bæta það sem hægt er að bæta. Við hvetjum því unglinga á fyrra tímabili til að taka þátt og láta skoðanir sínar í ljós.IMG 9127

 

100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi

Í tilefni hundrað ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi fær starfsfólk Reykjavíkurborgar frí frá kl. 12.00 á hádegi, þar með taldir nemendur og leiðbeinendur Vinnuskólans. Vinnuskólinn hvetur alla unglinga og ungt fólk til að taka þátt í hátíðardagskránni en upplýsingar um hana má nálgast hér. Við viljum vekja sérstaka athygli á göngu frá Miðbæjarskólanum inn á Austurvöll kl. 15.30. Þar mun frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, ávarpa hátíðarfund kl. 16.00. Vigdís leggur mikla áherslu á að ná til ungs fólks í ávarpi sínu.

Til hamingju með daginn J

logo

Fyrsti starfsdagur Vinnuskóla Reykjavíkur

Fyrsti starfsdagur nemenda á fyrra tímabili Vinnuskólans er á morgun. Upplýsingar um það hvar og hvenær á að mæta er að finna hér: Mæting í Vinnuskólann

Leiðbeinendur eru með vinnusíma sem eiga að vera orðnir virkir á morgun en þó er mögulegt að einhver númer verði ekki virk fyrr en síðari hluta dags. Númerin byrja öll á 6644- og enda á númeri hópsins. Ef forföll verða þá er best að hafa samband beint við viðkomandi leiðbeinanda.

Við minnum á að allir verða að klæða sig eftir veðri og mæta með nesti og að sjálfsögðu góða skapið. Gangi ykkur vel í sumar!

Soley2011 IMG 0707  12 -38