Hæsta tré heims er 110m á hæð

Seinna tímabil hafið!

Nú eru tímabilaskipti í Vinnuskólanum. Nemendur á fyrra tímabili stóðu sig með eindæmum vel síðustu vikur. Það eru ófá tonn af arfa og grasi sem skófluðust undan hópunum að ógleymdu öllu því rusli sem hirt var. Það er alltaf jafn frábært að sjá hversu duglegir unglingar eru í vinnu. :)

Í dag hefst seinna tímabil Vinnuskólans og við bjóðum nýja nemendur að sjálfsögðu velkomna til starfa. Leiðbeinendur nýttu daginn í gær til að stilla saman strengi, fara yfir hvað hefur gengið vel og hvað mætti betur fara, gefa nemendum fyrra tímabils umsagnir og búa sig undir að taka á móti nýjum hópum. Við vonum að veðrið haldi áfram að leika við okkur og að næstu vikur verði jafn ánægjulegar og þær síðustu.

Á fyrra tímabilinu okkar voru haldnar tvær keppnir, annars vegar hópmyndakeppni og hinsvegar fyrir/eftir keppni. Hér má sjá myndirnar sem unnu á fyrratímabilinu:

11665594 816751231735364 5902972903805105078 n

 

10. bekkur í Breiðholtsskóla sigraði hópmyndakeppnina. 10. bekkur í Fossvogsskóla varð í öðru sæti og 9. bekkur í Seljaskóla hreppti þriðja sætið. Skoða má allar myndirnar hér á Facebook.

 

11334099 818249844918836 4194394462246203958 o

Í fyrir/eftir keppninni sigraði Vættaskóli (Borgir). Skoða má allar myndirnar hér á Facebook.

Við hlökkum til að sjá hvað krakkarnir gera núna á seinna tímabilinu, enda skapandi og skemmtilegir með eindæmum! :)

Nemendakönnun

Tíminn líður og nú er einungis ein vika eftir af fyrra tímbili Vinnuskólans. Líkt og síðustu sumur sendum við út könnun til nemenda, meðal annars um líðan og ánægju í starfi. Hægt er að svara könnuninni  á Facebook-síðu Vinnuskólans eða í gegnum tengil sem sendur er á netföng nemenda. Niðurstöður úr könnuninni eru Vinnuskólanum mikilvægar því við viljum að sjálfsögðu að starfið sé nemendum sem ánægjulegast og reyna að bæta það sem hægt er að bæta. Við hvetjum því unglinga á fyrra tímabili til að taka þátt og láta skoðanir sínar í ljós.IMG 9127

 

100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi

Í tilefni hundrað ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi fær starfsfólk Reykjavíkurborgar frí frá kl. 12.00 á hádegi, þar með taldir nemendur og leiðbeinendur Vinnuskólans. Vinnuskólinn hvetur alla unglinga og ungt fólk til að taka þátt í hátíðardagskránni en upplýsingar um hana má nálgast hér. Við viljum vekja sérstaka athygli á göngu frá Miðbæjarskólanum inn á Austurvöll kl. 15.30. Þar mun frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, ávarpa hátíðarfund kl. 16.00. Vigdís leggur mikla áherslu á að ná til ungs fólks í ávarpi sínu.

Til hamingju með daginn J

logo