Það eru yfir 200 Grænfánaskólar á Íslandi

Opnað fyrir skráningar nemenda

Opnað hefur verið fyrir skráningar nemenda. Skráningar fara fram í gegnum Rafræna Reykjavík: https://rafraen.reykjavik.is/pages

Við vekjum athygli á því að eingöngu eitt starfstímabil er í boði að þessu sinni, en það er breyting frá því sem verið hefur síðustu ár. Daglegur vinnutími er líka breyttur en unnið verður hálfan daginn, ýmist fyrir eða eftir hádegi, viku í senn.

  • Starfstímabilið er frá 13. júní til 27. júlí. 
  • Daglegur vinnutími er 8.15-11.45 eða 12.15-15.45.

Við vekjum jafnframt athygli á því að laun hafa enn ekki verið ákvörðuð fyrir sumarið.

 

 

Birt 6. apríl 2016

Skráningar í sumarstörf

Ráðgert er að opna fyrir skráningar nemenda miðvikudaginn 6. apríl næstkomandi. 

Líkt og síðustu sumur er það nemendum úr 9. og 10. bekk sem bjóðast störf í Vinnuskólanum.

Við vekjum athygli á því að breytingar verða á starfstímabilum og daglegum vinnutíma nú í sumar. Eitt starfstímabil verður í boði í stað tveggja áður en á móti verður eingöngu boðið upp á starf hálfan daginn. Mögulegur heildarstarfstími  nemenda verður því sá sami eða 105 klukkustundir. Við kynnum þessar breytingar betur síðar - athugið að upplýsingar hér á heimasíðunni hafa enn ekki verið uppfærðar í samræmi við þetta.

Kveðja,

Starfsfólk Vinnuskólans

 

 

Birt 1.4.2016

 

Umsóknir um leiðbeinendastörf og skráningar nemenda

14.03.2016

Opnað var fyrir umsóknir um leiðbeinendastörf og önnur störf í Vinnuskólanum 5. mars síðastliðinn. Hér má nálgast auglýst sumarstörf hjá Reykjavíkurborg: http://reykjavik.is/sumarstorf

Undirbúningur fyrir sumarstarf Vinnuskólans er nú í gangi. Líkt og síðustu sumur bjóðast öllum nemendum úr 9. og 10. bekkjum grunnskóla Reykjavíkur starf í Vinnuskólanum. Opnað verður fyrir skráningar nemenda í apríl og hægt verður að komast á skráningarsíðuna á vefsíðu skólans. Ekki er búið að ákvarða starfstímabil sumarsins.

Hægt verður að nálgast frekari upplýsingar hér á síðunni þegar nær dregur.

Bestu kveðjur,

starfsfólk Vinnuskólans