Aðeins rúmlega 1% Íslands er ræktanlegt

Sumarið nálgast

Þótt úti snjói enn eru spennandi tímar framundan - enda sumarið á næsta leiti. Við vonum það alla vega. Gert er ráð fyrir að opna fyrir skráningar nemenda í Vinnuskólann í apríl. Foreldrar þurfa að sjá um skráninguna (helst í samráði við sína unglinga að sjálfsögðu) á Rafrænni Reykjavík líkt og síðustu sumur. Þar verður skráninguna að finna undir "Atvinna hjá Reykjavíkurborg" þegar þar að kemur.

Nú hefur hins vegar verið opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf (eldra starfsfólks) hjá Vinnuskólanum. Fjölmörg störf eru í boði, einkum leiðbeinenda- og aðstoðarleiðbeinendastörf. Miðað er við að leiðbeinendur hafi náð 22 ára aldri og aðstoðarleiðbeinendur hafi náð 20 ára aldri. Öll störf eru auglýst á starfasíðu Reykjavíkurborgar. Störf hjá Vinnuskólanum eru þar skráð undir umhverfis- og skipulagssviði. Hér má sjá auglýsingu um sumarstörfin. 

  

2

Síðasti dagur nemenda

Í dag lauk formlega sumarstarfi Vinnuskólans þegar nemendur luku störfum. Næstu vikuna munu svokallaðir leiðbeinendahópar samsettir af þeim leiðbeinendum sem kjósa að vinna lengur og 17 ára hópar starfa við þau verkefni sem eftir eru. Á þriðjudag og miðvikudag í þessari viku fóru fram hverfahátíðir fyrir seinna tímabil sumarsins. Þær tókust allar vel upp og voru góður endapunktur á starfi sumarsins. 

rsz unnamed

Ljósmyndasamkeppni Vinnuskólans

Vinnuskóli Reykjavíkur stendur þessa dagana fyrir tveim ljósmyndsamkeppnum í annað sinn í sumar. Annars vegar er það „fyrir og eftir“ keppni þar sem nemendur taka myndir af slæmum beðum og svo aftur þegar þau hafa verið hreinsuð og hins vegar „hópmynd“ þar sem sköpunargleði nemenda fær lausan tauminn og hóparnir stilla sér upp á skemmtilegan hátt. Í „fyrir og eftir“ keppninni er það dómnefnd sem fer yfir myndirnar og velur sigurvegara en í nafnakeppninni eru það fjöldi „like-a“ á facebook sem gilda 50% til móts við dómnefnd. Sigurvegarar í "fyrir og eftir" ljósmyndasamkeppni Vinnuskólans á fyrra tímabili voru 9. &10. bekkur í Selásskóla og Háteigsskóli var með bestu hópmyndina. Hægt er að skoða og „like-a“ myndirnar í nafnakeppninni á facebook síðu Vinnuskóla Reykjavíkur:  https://www.facebook.com/vinnuskolirsz 110394833 642962665780889 427401812992946633 n