Aðeins rúmlega 1% Íslands er ræktanlegt

Opnað fyrir skráningar 14. apríl

Tilkynning 15. apríl kl. 09:00.

Nú hefur verið opnað fyrir skráningar á Mínum síðum/Rafrænni Reykjavík. Við bendum á að við lok skráningar kemur staðfesting í Mínum síðum en enginn tölvupóstur er sendur á skráningaraðila.

 

Opnað verður fyrir skráningar nemenda mánudaginn 14. apríl klukkan 13:00. Skráningar fara fram á Mínum síðum/Rafrænni Reykjavík. Sem fyrr munu nemendur geta sótt um að starfa annað hvort í júní eða júlí. Starfstími nemenda er alls 15 dagar. 

Skráningar nemenda í apríl - umsóknir um leiðbeinendastörf í mars

Undirbúningur fyrir sumarstarf Vinnuskólans er nú hafinn. Líkt og síðustu sumur bjóðast öllum nemendum úr 9. og 10. bekkjum grunnskóla Reykjavíkur starf í Vinnuskólanum. Opnað verður fyrir skráningar nemenda í apríl og hægt verður að komast á skráningarsíðuna á síðunni okkar.

Opnað verður fyrir umsóknir um leiðbeinendastörf ög önnur störf í Vinnuskólanum á sama tíma og önnur sumarstörf hjá Reykjavíkurborg þann 7. mars næstkomandi. 

Hægt verður að nálgast frekari upplýsingar hér á síðunni þegar nær dregur, sem og á starfasíðu Reykjavíkurborgar. 

Bestu kveðjur,

starfsfólk Vinnuskólans 

Takk fyrir sumarið

Vinnuskóli Reykjavíkur þakkar fyrir sig þetta sumarið. Þó að veðrið hafi ekki alltaf verið ákjósanlegt þá erum við hjá Vinnuskólanum ótrúlega ánægð með starfið í sumar. Yfir 1600 nemendur störfuðu hjá okkur við að gera borgina fallegri og viljum við nota tækifærið og þakka hverjum og einum fyrir þetta mikilvæga starf sem unnið er á hverju sumri hér í Reykjavík.

Kv. Vinnuskóli Reykjavíkur! 

rsz 1vinnusk