Þingvellir voru settir á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna árið 2004

Ljósmyndasamkeppni Vinnuskólans

Vinnuskóli Reykjavíkur stendur þessa dagana fyrir tveim ljósmyndsamkeppnum í annað sinn í sumar. Annars vegar er það „fyrir og eftir“ keppni þar sem nemendur taka myndir af slæmum beðum og svo aftur þegar þau hafa verið hreinsuð og hins vegar „hópmynd“ þar sem sköpunargleði nemenda fær lausan tauminn og hóparnir stilla sér upp á skemmtilegan hátt. Í „fyrir og eftir“ keppninni er það dómnefnd sem fer yfir myndirnar og velur sigurvegara en í nafnakeppninni eru það fjöldi „like-a“ á facebook sem gilda 50% til móts við dómnefnd. Sigurvegarar í "fyrir og eftir" ljósmyndasamkeppni Vinnuskólans á fyrra tímabili voru 9. &10. bekkur í Selásskóla og Háteigsskóli var með bestu hópmyndina. Hægt er að skoða og „like-a“ myndirnar í nafnakeppninni á facebook síðu Vinnuskóla Reykjavíkur:  https://www.facebook.com/vinnuskolirsz 110394833 642962665780889 427401812992946633 n

Grænfáni afhentur

Grænfáninn var afhentur Vinnuskólanum á hverfishátíð í Árbæjarskóla í gær. Frá árinu 2007 hefur Vinnuskóli Reykjavíkur tekið þátt í Grænafána verkefninu sem snýst í meginatriðum um að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Því er einnig ætlað að þjálfa nemendur og starfsfólk í lýðræðislegum vinnubrögðum og stuðla að sjálfbærri þróun. Verkefnið gerir kröfu um stöðugar umbætur . rsz 10492540 642484025828753 137746589240527803 n

Vinnuskólinn hófst í dag

Vinnuskóli Reykjavíkur hófst í morgun þegar nemendur komu til starfa. Leiðbeinendur hafa sótt hin ýmsu námskeið frá því í lok síðasta mánaðar og eru því vel undirbúnir fyrir starf sumarsins. 

Tæplega 1500 nemendur starfa hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar á tveim tímabilum við að gera borgina fallegri. Þetta er 64. starfsár Vinnuskólans sem stofnaður var árið 1951. 

rsz 1hljómskálagarður