Skóglendi þakti 30-40% landsins við landnám

Opið fyrir skráningar nemenda

Opnað hefur verið fyrir skráningar 15 og 16 ára nemenda. Álag er á kerfinu og hefur borið á því að foreldrar hafi ekki getað valið tímabil og því ekki komist áfram með skráningu. Tölvudeild borgarinnar vinnur að lausn á málinu en enn sem komið er er það sem hægt er að benda á að prófa að skrá sig út úr kerfinu og aftur inn. Við vonumst til að þetta verði lagað sem fyrst og biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Kveðja,

Starfsfólk Vinnuskólans 

Skráning hefst 13. apríl

Skráning 15 og 16 ára nemenda í Vinnuskólann hefst mánudaginn 13. apríl næstkomandi kl. 13:00. Sem fyrr þá verða foreldrar að skrá unglingana á Mínum síðum/Rafrænni Reykjavík undir "Umsóknir - Atvinna hjá Reykjavíkurborg". Hægt verður að sækja um annað tveggja tímabila en starfstími unglinganna er alls 15 dagar. 

Gleðilega páska Cool

Sumarið nálgast

Þótt úti snjói enn eru spennandi tímar framundan - enda sumarið á næsta leiti. Við vonum það alla vega. Gert er ráð fyrir að opna fyrir skráningar nemenda í Vinnuskólann í apríl. Foreldrar þurfa að sjá um skráninguna (helst í samráði við sína unglinga að sjálfsögðu) á Rafrænni Reykjavík líkt og síðustu sumur. Þar verður skráninguna að finna undir "Atvinna hjá Reykjavíkurborg" þegar þar að kemur.

Nú hefur hins vegar verið opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf (eldra starfsfólks) hjá Vinnuskólanum. Fjölmörg störf eru í boði, einkum leiðbeinenda- og aðstoðarleiðbeinendastörf. Miðað er við að leiðbeinendur hafi náð 22 ára aldri og aðstoðarleiðbeinendur hafi náð 20 ára aldri. Öll störf eru auglýst á starfasíðu Reykjavíkurborgar. Störf hjá Vinnuskólanum eru þar skráð undir umhverfis- og skipulagssviði. Hér má sjá auglýsingu um sumarstörfin. 

  

2