Sigurmynd úr myndakeppni 2016.

 

Vinnuskóli Reykjavíkur er skóli án aðgreiningar og er því opinn öllum nemendum óháð fötlunum, sjúkdómum eða öðru sem getur haft áhrif á starfsgetu viðkomandi unglings. Við reynum að koma til móts við ólíkar þarfir og að finna úrræði og lausnir þegar þörf er á, í samráði við foreldra og nemendur.

Mikilvægt er að tiltekið sé við skráningu ef talin er þörf á sérúrræði og/eða stuðningi af einhverju tagi. Við höfum þá samband við foreldra og vinnum að lausn áður en gengið er frá röðun í hópa. 

Nánar um skóla án aðgreiningar: Skóli án aðgreiningar hjá Reykjavíkurborg (hlekkurinn opnast í nýjum glugga).