Sigurmynd úr myndakeppni 2016.

 
Vinnuskólinn er útiskóli og flest öll verkefni skólans snúast um umhirðu gróðurs og beða víðs vegar í borgarlandinu og á stofnanalóðum. Málningarverkefni eru þau einkum hugsuð fyrir nemendur með gróðurofnæmi.
  
Helstu verkfæri sem notuð eru í starfi eru ýmis smá handverkfæri til beðavinnu, skóflur, hrífur og hjólbörur auk sláttuvéla og -orfa. 
 
Vinnuskólinn vekur athygli á því að sumarið 2018 verður farið af stað með tilraun til að auka fjölbreytni starfa hjá nemendum úr 10. bekk. Hluta þeirra nemenda sem hafa áhuga á að starfa við annað en garðyrkju og umhirðu í hefðbundnu hópastarfi skólans mun bjóðast að starfa við m.a. aðstoð á leikskólum, inni á söfnum og á fleiri starfsstöðum borgarinnar. 
Ekki er ljóst hversu mikið framboð verður af störfum eða hver eftirspurnin verður en skráningartími mun ráða því hverjir veljast í þessi verkefni.