Skráning í Vinnuskóla Reykjavíkur

Foreldrar skrá sína unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur í gegnum Mínar síður/Rafræna Reykjavík* (hlekkurinn opnast í nýjum glugga). Allir nemendur úr 9. og 10. bekkjum sem skráðir eru fá vinnu. 

Eftirfarandi atriði þarf að hafa í huga við skráningu:

  • Bankareikningsnúmer viðkomandi unglings er nauðsynlegt. Ekki er hægt að ganga frá skráningu án þess - en um leið er tryggt að hægt verði að greiða laun á réttum tíma.
  • Netföng.** Við óskum eftir netföngum bæði nemenda og foreldra.
  • Þörf fyrir stuðning eða sérúrræði. Ef foreldri metur það svo að unglingurinn þurfi á stuðningi að halda þá er mikilvægt að taka það fram við skráningu; sjá nánar hér.
  • "SENDA" hnappur er staðsettur neðst í hægra horni síðustu síðu skráningar. Það er þarf að ýta á hann til þess að skráningin fari í gegn.

*Umhverfið ætti að vera þeim kunnugt sem sótt hafa um skólavist, frístundir eða aðra þjónustu fyrir sín börn. Auðkenning með Íslykli eða rafrænum skilríkjum er nauðsynleg.

**Netföng nemenda þurfum við til þess að geta sent þeim könnun um líðan í starfi. Það er gott að athuga það að skólanetföng nemenda úr 10. bekk lokast að skólaárinu loknu og því ekki hægt að notast við þau. Netföng foreldra er gott að hafa ef við þurfum að senda út tilkynningar eða upplýsingar.