Skráning í Vinnuskóla Reykjavíkur
Foreldrar skrá sína unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur í gegnum þar til gert skráningarform. Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki eða Íslykil (hlekkir opnast í nýjum glugga). Allir nemendur úr 8., 9. og 10. bekkjum sem skráðir eru fá vinnu.
Eftirfarandi atriði þarf að hafa í huga við skráningu:
- Bankareikningsnúmer viðkomandi unglings er nauðsynlegt til að tryggt sé að hægt verði að greiða laun á réttum tíma.
- Netföng. Við óskum eftir netföngum bæði nemanda og foreldris/forráðaaðila.*
- Þörf fyrir stuðning, sérúrræði eða aðrar þarfir er hægt að skrá ef foreldri telur þörf á.
- Við lok skráningar kemur yfirlitssíða en ýta þarf á "SENDA" hnapp neðst á henni til þess að skráningin fari í gegn.
*Við þurfum netföng til þess að senda út kannanir til að meta starfið og til upplýsingagjafar. Það er gott að hafa í huga að skólanetföng nemenda úr 10. bekk lokast að skólaárinu loknu og því ekki hægt að notast við þau.