Fræðsla

 • 1. Grænfánastarf

  Mikil áhersla erlögð á umhverfismál í víðum skilningi í Vinnuskólanum, enda er skólinn hluti af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.

  Vinnuskólinn er þátttakandi í alþjóðlega verkefninu Skólar á grænni grein sem Landvernd heldur utan um hér á Íslandi. Verkefninu er ætlað að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Grænir fræðsluleiðbeinendur starfa í hverju hverfi og fara á milli hópa og kynna nemendum umhverfsmál með fjölbreyttum hætti.

  Vinnuskólinn hefur flaggað Grænfánanum frá 2008 en hann er viðurkenning fyrir góðan árangur í starfinu.

   

 • 2. Jafningjafræðsla Hins hússins

  Vinnuskólinn er í samstarfi við Jafningjafræðsluna sem rekin er af Hinu húsinu í Reykjavík. Fræðarar Jafningjafræslunnar koma inn í alla 9. og 10. bekkjar hópa með fjölbreytta forvarnafræðslu.

  Fræðslan snýr að margvíslegum málefnum í gegnum umræður og hópeflisleiki þar sem meðal annars er leitast við að efla sjálfsmynd unglinganna.