Opnað verður fyrir skráningar í Vinnuskólann á morgun, 1. apríl. Skráningarhnappinn (blár) má finna hér að ofan. Allar helstu upplýsingar varðandi skráningarnar er að finna hér á síðunni.
Öllum nemendum úr 8.-10. bekkjum grunnskóla í Reykjavík bjóðast störf.
Starfstímabilin eru þrjú hjá 8. og 9. bekk, 3 vikur hvert en hjá 10. bekk eru þau tvö í 4 vikur hvort.
Hver nemandi fær úthlutað starfi á einu starfstímabili og við bendum á að skráningartími getur haft áhrif á niðurröðun á starfstímabil. Upplýsingar um laun verða birtar síðar.
Opnað hefur verið fyrir skráningar í skólann. Skráningarhnappinnn má finna hér á heimasíðunni.
Uppfært 17.4.2020
Ráðgert er að opna fyrir skráningar nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur eftir páska, líklega 15. eða 16. apríl. Skráningarfrestur verður til síðari hluta maí. Foreldrar skrá sig með rafrænum skilríkjum inn á skráningarsíðuna sem hægt verður að nálgast hér á heimasíðunni. Allar helstu upplýsingar varðandi skráningarna er að finna hér á síðunni.
Öllum nemendum úr 8.-10. bekkjum grunnskóla í Reykjavík bjóðast störf. Starfstímabil, vinnutími og laun nemenda hafa ekki verið ákvörðuð fyrir sumarið en upplýsingar verða birtar hér á síðunni þegar þar að kemur.
Áfram verður opið fyrir skráningar í Vinnuskólann þótt formlegur skráningarfrestur sé liðinn. Öllum nemendum 8.-10. bekkja grunnskóla í Reykjavík bjóðast störf. Unnið er að því að raða nemendum í hópa þessa dagana og er nánari upplýsinga varðandi það að vænta síðari hluta þessarar viku.
Opnað hefur verið fyrir skráningar í Vinnuskóla Reykjavíkur fyrir sumarið 2019. Skráningarfrestur verður til 17. maí. Skráningarhnappurinn hér að ofan vísar á skráningarsíðuna en foreldrar þurfa að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Allar helstu upplýsingar varðandi skráningarnar er að finna hér á síðunni.
Öllum nemendum úr 8.-10. bekkjum grunnskóla í Reykjavík bjóðast störf. Hægt er að sækja um að 10. bekkingar fái störf við annað en garðyrkju.
Starfstímabilin verða þrjú og hver nemandi fær úthlutað vinnu á einu þeirra. Hvert tímabil er 15 dagar og nemendur úr 8. bekk munu vinna í 3,5 tíma á dag en nemendur úr 9. og 10. bekk í 7 tíma. Skráningartími getur haft áhrif á niðurröðun á starfstímabil þannig að þeir sem eru fyrr skráðir verða í forgangi um val á tímabilum.
Laun hafa ekki verið ákvörðuð fyrir sumarið en upplýsingar verða birtar hér á síðunni þegar það gerist.
Verið er að vinna í því að uppfæra upplýsingar hér á síðunni en ef einhverjar spurningar vakna þá er hægt að senda póst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..