Skráningar fyrir sumarið 2020

Opnað hefur verið fyrir skráningar í skólann. Skráningarhnappinnn má finna hér á heimasíðunni.

Uppfært 17.4.2020

 

Ráðgert er að opna fyrir skráningar nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur eftir páska, líklega 15. eða 16. apríl. Skráningarfrestur verður til síðari hluta maí. Foreldrar skrá sig með rafrænum skilríkjum inn á skráningarsíðuna sem hægt verður að nálgast hér á heimasíðunni. Allar helstu upplýsingar varðandi skráningarna er að finna hér á síðunni.

Öllum nemendum úr 8.-10. bekkjum grunnskóla í Reykjavík bjóðast störf. Starfstímabil, vinnutími og laun nemenda hafa ekki verið ákvörðuð fyrir sumarið en upplýsingar verða birtar hér á síðunni þegar þar að kemur.

 

2.4.2020

 

Áfram opið fyrir skráningar í sumar

Áfram verður opið fyrir skráningar í Vinnuskólann þótt formlegur skráningarfrestur sé liðinn. Öllum nemendum 8.-10. bekkja grunnskóla í Reykjavík bjóðast störf. Unnið er að því að raða nemendum í hópa þessa dagana og er nánari upplýsinga varðandi það að vænta síðari hluta þessarar viku.

 

20.5.2019

Skráningar fyrir sumarið 2019

Opnað hefur verið fyrir skráningar í Vinnuskóla Reykjavíkur fyrir sumarið 2019. Skráningarfrestur verður til 17. maí. Skráningarhnappurinn hér að ofan vísar á skráningarsíðuna en foreldrar þurfa að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Allar helstu upplýsingar varðandi skráningarnar er að finna hér á síðunni.

Öllum nemendum úr 8.-10. bekkjum grunnskóla í Reykjavík bjóðast störf.  Hægt er að sækja um að 10. bekkingar fái störf við annað en garðyrkju.

Starfstímabilin verða þrjú og hver nemandi fær úthlutað vinnu á einu þeirra. Hvert tímabil er 15 dagar og nemendur úr 8. bekk munu vinna í 3,5 tíma á dag en nemendur úr 9. og 10. bekk í 7 tíma. Skráningartími getur haft áhrif á niðurröðun á starfstímabil þannig að þeir sem eru fyrr skráðir verða í forgangi um val á tímabilum.

Laun hafa ekki verið ákvörðuð fyrir sumarið en upplýsingar verða birtar hér á síðunni þegar það gerist.

Verið er að vinna í því að uppfæra upplýsingar hér á síðunni en ef einhverjar spurningar vakna þá er hægt að senda póst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

01.04.2019

 

Skráningar hefjast 1. apríl 2019

Beð í Breiðholti 2015

Skráningar í Vinnuskólann hefjast 1. apríl næstkomandi. Nemendum úr 8., 9. og 10. bekkjum standa til boða sumarstörf í 3 vikur.

Lesa >>

Könnun á starfsumhverfi vinnuskóla landsins

Mynd frá umhverfisráði Vinnuskólans sumarið 2017

Umboðsmaður barna stóð sumarið 2018 fyrir einni yfirgripsmestu könnun um starfsumhverfi vinnuskóla sem gerð hefur verið. Svör bárust frá öllum 73 sveitarfélög landsins og afar áhugavert er að rýna í niðurstöðurnar.

Það er athyglisvert að þó að vinnuskólar séu eingöngu í 59 sveitarfélögum þá ná þau til tæplega 99% íbúa landsins. Smærri sveitarfélög vísa sínum unglingum í einhverjum tilvikum til vinnnuskóla nágrannasveitarfélaga. Langflestum unglingum landsins stendur því til boða að starfa í vinnuskólum á sumrin.

Lesa >>