Sumarstörf 15 og 16 ára unglinga

Skráningar fyrir 15 og 16 ára unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur opna í byrjun apríl og standa fram í miðjan maí. Allir nemendur í grunnskólum Reykjavíkur sem eftir því óska eiga kost á starfi í skólanum. Foreldrar skrá sína unglinga í gegnum Mínar síður/Rafræna Reykjavík(hlekkurinn opnast í nýjum flipa). 

Starfstímabilið verður eitt líkt og síðasta sumar og hefst þann 12. júní. Lokadagsetning hefur ekki verið ákveðin. Laun hafa enn ekki verið ákvörðuð en vinnustundafjöldi verður að öllum líkindum hinn sami, þ.e. 105 stundir.

Unnið verður hálfan daginn, frá 8.15-11.45 eða 12.15-15.45, viku og viku til skiptis. Engar breytingar á starfstíma verða mögulegar þannig að það verður hvorki í boði að vinna allan daginn né að vinna eingöngu fyrir eða eftir hádegi.

Nánari upplýsingar verða birtar hér á síðunni er nær dregur.

 

 Beðavinnna í Vinnuskólanum.