Skráningar í Vinnuskóla Reykjavíkur

Opnað verður fyrir skráningar nemenda mánudaginn 3. apríl kl. 12.00. Skráningarnar fara fram í gegnum Rafræna Reykjavík: https://rafraen.reykjavik.is/pages

Ítarlegar upplýsingar um skráningarferlið er að finna hér

Líkt og í fyrra er eingöngu eitt starfstímabil í boði. Unnið verður hálfan daginn, fyrir hádegi eina vikuna og eftir hádegi þá næstu.

  • Starfstímabilið er frá  12. júní til 31. júlí. 
  • Daglegur vinnutími er 8.15-11.45 eða 12.15-15.45.

Nemendum stendur ekki til boða að vinna eingöngu fyrir eða eftir hádegi á starfstímabilinuVið vekjum jafnframt athygli á því að laun hafa enn ekki verið ákvörðuð fyrir sumarið.