Laun nemenda hækkuð

Þau ánægjulegu tíðindi bárust í gær að borgarráð samþykkti 30% hækkun launa nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur. Vinnuskóli Reykjavíkur var nokkuð aftarlega í samanburði við mörg sveitarfélög en það breytist við þessa hækkun. Laun nemenda úr 9. bekk hækka úr 464 kr. í 603 kr. og laun nemenda úr 10. bekk hækka úr 617 kr. í 802 kr. Frábærar fréttir fyrir nemendur Vinnuskólans!

Sjá einnig frétt frá Reykjavíkurborg: http://reykjavik.is/frettir/vinnuskolinn-haekkar-laun-nemenda