Skráning í Vinnuskólann áfram opin

Áfram verður opið fyrir skráningar í Vinnuskólann þó að auglýstur skráningarfrestur sé til dagsins í dag, 18. maí. Öllum sem skráð eru býðst vinna. Þar sem ólíklegt er að hægt verði að verða við fyrsta vali allra um tímabil þá mun skráningartími nemenda ráða forgangsröðun. 

Hafist verður handa við að raða nemendum í hópa og á tímbail í næstu viku. Hér á síðunni verður tilkynnt um það hvenær upplýsinga um niðurröðun er að vænta.