Könnun á starfsumhverfi vinnuskóla landsins

Umboðsmaður barna stóð sumarið 2018 fyrir einni yfirgripsmestu könnun um starfsumhverfi vinnuskóla sem gerð hefur verið. Svör bárust frá öllum 73 sveitarfélög landsins og afar áhugavert er að rýna í niðurstöðurnar.

Það er athyglisvert að þó að vinnuskólar séu eingöngu í 59 sveitarfélögum þá ná þau til tæplega 99% íbúa landsins. Smærri sveitarfélög vísa sínum unglingum í einhverjum tilvikum til vinnnuskóla nágrannasveitarfélaga. Langflestum unglingum landsins stendur því til boða að starfa í vinnuskólum á sumrin.


Niðurstöður úr könnuninni voru kynntar á fundi sem Umboðsmaður barna hélt með Vinnueftirlitinu í nóvember og nýlega var svo gefin út skýrsla um efnið. Hana má nálgast hér (hlekkur opnast í nýjum glugga).


Umboðsmaður barna hyggst fylgja skýrslunni eftir með frekara samtali við sveitarfélög, vinnuskóla og ekki síst unglinga landsins og því hljóta allir að fagna.

Mynd frá umhverfisráði Vinnuskólans sumarið 2017.

 Mynd frá umhverfisráði Vinnuskólans sumarið 2017.