Skráningar hefjast 1. apríl 2019

Skráningar í Vinnuskólann hefjast 1. apríl næstkomandi. Nemendum úr 8., 9. og 10. bekkjum standa til boða sumarstörf í 3 vikur.

Hægt verður að sækja eitt þriggja tímabila líkt og síðasta sumar. Dagsetningar þeirra hafa ekki verið ákvarðaðar enn þá en þær verða mjög svipaðar og í fyrra. Laun sumarsins hafa heldur ekki verið ákvörðuð. 

Líkt og í fyrra munu nemendur úr 10. bekk geta óskað eftir störfum við annað en garðyrkju og vonir standa til að við skráningu verði hægt að gera grein fyrir óskum viðkomandi.

Beð í Breiðholti 2015