Auglýst eftir sumarstarfsfólki - 20 ára og eldri

Fjölmörg sumarstörf í Vinnuskóla Reykjavíkur fyrir 20 ára og eldri eru nú auglýst á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Umsóknartími er milli 8. febrúar og 19. mars. Starfsauglýsingarnar má sjá á eftirfarandi slóð: http://reykjavik.is/sumarstorf (hlekkurinn opnast í nýjum glugga). Störf í Vinnuskólanum eru skráð undir umhverfis- og skipulagssviði.

Störfin eru jafnframt auglýst á heimasíðu "Alfreðs" https://alfred.is/ (hlekkurinn opnast í nýjum glugga) og í Alfreð appinu sem hægt er að sækja á sömu síðu. 

Lesa >>

Hópaskipting

Nú styttist í að Vinnuskólinn hefjist. Allir skráðir nemendur eru nú komnir í hópa og hægt er að sjá hvar nemendur eiga að mæta undir flipanum "Hvar á ég að mæta?".

Sjáumst hress á mánudaginn!

Styttist í upphaf Vinnuskólans

Nú styttist í að Vinnuskólinn hefjist, 12.júní. Skráningar hafa gengið vel og niðurröðun í hópa verður aðgengileg á síðunni um mánaðarmótin.

Nemendur munu þá sjá hvar og hvenær þeir eiga að mæta í vinnunna.

Sjáumst í sumar.

Laun nemenda hækkuð

Þau ánægjulegu tíðindi bárust í gær að borgarráð samþykkti 30% hækkun launa nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur. Vinnuskóli Reykjavíkur var nokkuð aftarlega í samanburði við mörg sveitarfélög en það breytist við þessa hækkun. Laun nemenda úr 9. bekk hækka úr 464 kr. í 603 kr. og laun nemenda úr 10. bekk hækka úr 617 kr. í 802 kr. Frábærar fréttir fyrir nemendur Vinnuskólans!

Sjá einnig frétt frá Reykjavíkurborg: http://reykjavik.is/frettir/vinnuskolinn-haekkar-laun-nemenda

 

 

Skráningar í Vinnuskóla Reykjavíkur

Opnað verður fyrir skráningar nemenda mánudaginn 3. apríl kl. 12.00. Skráningarnar fara fram í gegnum Rafræna Reykjavík: https://rafraen.reykjavik.is/pages

Ítarlegar upplýsingar um skráningarferlið er að finna hér

Líkt og í fyrra er eingöngu eitt starfstímabil í boði. Unnið verður hálfan daginn, fyrir hádegi eina vikuna og eftir hádegi þá næstu.

  • Starfstímabilið er frá  12. júní til 31. júlí. 
  • Daglegur vinnutími er 8.15-11.45 eða 12.15-15.45.

Nemendum stendur ekki til boða að vinna eingöngu fyrir eða eftir hádegi á starfstímabilinuVið vekjum jafnframt athygli á því að laun hafa enn ekki verið ákvörðuð fyrir sumarið.