Skráningar í Vinnuskóla Reykjavíkur

Opnað verður fyrir skráningar nemenda mánudaginn 3. apríl kl. 12.00. Skráningarnar fara fram í gegnum Rafræna Reykjavík: https://rafraen.reykjavik.is/pages

Ítarlegar upplýsingar um skráningarferlið er að finna hér

Líkt og í fyrra er eingöngu eitt starfstímabil í boði. Unnið verður hálfan daginn, fyrir hádegi eina vikuna og eftir hádegi þá næstu.

  • Starfstímabilið er frá  12. júní til 31. júlí. 
  • Daglegur vinnutími er 8.15-11.45 eða 12.15-15.45.

Nemendum stendur ekki til boða að vinna eingöngu fyrir eða eftir hádegi á starfstímabilinuVið vekjum jafnframt athygli á því að laun hafa enn ekki verið ákvörðuð fyrir sumarið.

 

 

Heimasíðubætur

Við erum við það að ljúka endurbótum á heimasíðu Vinnuskólans. Enn eru einhverjar síður í lagfæringu og lýkur því ferli fljótlega. Upplýsingar um starfstímabil nemenda og laun verða tilbúnar áður en skráning hefst - væntanlega um næstu mánaðarmót. 

Lesa >>

Sumarstörf 15 og 16 ára unglinga

Skráningar fyrir 15 og 16 ára unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur opna í byrjun apríl og standa fram í miðjan maí. Allir nemendur í grunnskólum Reykjavíkur sem eftir því óska eiga kost á starfi í skólanum. Foreldrar skrá sína unglinga í gegnum Mínar síður/Rafræna Reykjavík(hlekkurinn opnast í nýjum flipa). 

Lesa >>

Sumarstörf 20 ára og eldri

Leiðbeinendastörf og fjölmörg önnur sumarstörf í Vinnuskóla Reykjavíkur fyrir 20 ára og eldri verða auglýst á heimasíðu Reykjavíkurborgar milli 1. og 27. mars; sjá eftirfarandi slóð: http://reykjavik.is/sumarstorf (hlekkurinn opnast í nýjum glugga). Störf í Vinnuskólanum eru skráð undir umhverfis- og skipulagssviði.

Störfin eru jafnframt auglýst á heimasíðu "Alfreðs" https://alfred.is/ (hlekkurinn opnast í nýjum glugga) og í Alfreð appinu sem hægt er að sækja á sömu síðu. 

Lesa >>

Ný heimasíða Vinnuskóla Reykjavíkur

Þessi síða hefur verið unnin að mestu nú í febrúar 2017. Síðan er byggð á efni eldri síðu og er enn í vinnslu. Hér verður að finna allar helstu upplýsingar um starfsemi Vinnuskóla Reykjavíkur. 

Ef þú hefur einhverjar ábendingar varðandi efni og innihald síðunnar máttu gjarnan senda okkur póst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Við gerum ráð fyrir að uppfærslu síðunnar verði lokið síðari hluta mars.

Lesa >>