Hópar og starfsstöðvar
-
1. Hópar
Nemendum er raðað í hópa eftir aldri og búsetu. Í dag eru það undantekningar ef nemendur raðast í hópa utan síns hverfis.
Í nokkrum tilvikum er 9. og 10. bekk raðað saman í hóp, þá yfirleitt í skólum með fáum nemendum.
Yfirleitt raðast nemendur með jafnöldrum sínum úr sama skóla en ekki er gert ráð fyrir að vinir eða vinkonur raðist sérstaklega saman. Við lítum svo á að öllum sé hollt að kynnast nýju fólki og starfa með öðrum en sínum nánustu vinum.
-
2. Starfsstöðvar og aðstaða
Við erum með starfsstöðvar við flesta grunnskóla borgarinnar og margir nemendur raðast því í þann skóla sem þeir búa næst. Nokkrar starfsstöðvar eru úti í hverfunum eða í almenningsgörðum og 1-2 utan borgarinnar.
- Þar sem vinnan fer öll fram utandyra er nauðsynlegt að nemendur hafi meðferðis hlífðarfatnað og góða vinnuskó og vinnuhanska.
- Aðstaða fyrir matarhlé er í öllum starfsstöðvum. Þar sem við erum ekki inni í skólum þá notumst við við vinnuskúra.
- Mikilvægt er að nemendur hafi með sér gott nesti og drykkjarföng því ekki er gert ráð fyrir því að farið sé í búðir í matar- og kaffitímum.
- Nemendur sem aðstöðu hafa í vinnuskúrum hafa aðgang að þurrklósettum eða nýta salerni skólanna.
- Þeir nemendur sem vinna á Austurheiðum/Úlfarsfelli ferðast með hópferðarbílum fram og til baka. Í öðrum tilvikum fá nemendur strætómiða til að komast til vinnu sé vinnuskólahópur þeirra staðsettur utan þeirra heimahverfis.
-
3. Staðsetningar sumarið 2019
Vesturbær
Miðborg og Hlíðar
Öskjuhlíð - staðsetning óákveðin
Laugardalur
Háaleiti, Bústaðir og Fossvogur
Fossvogsskóli - staðsetning óákveðin
Háaleitisskóli (Álftamýri)
Réttarholtsskóli
BreiðholtÁrbær og Norðlingaholt
Grafarholt
Grafarvogur og Kjalarnes
29.5.2019