Hópar og starfsstöðvar

 • 1. Hópar

  Nemendum er raðað í hópa eftir aldri og búsetu. Í dag eru það undantekningar ef nemendur raðast í hópa utan síns hverfis.

  Í nokkrum tilvikum er 9. og 10. bekk raðað saman í hóp, þá yfirleitt í skólum með fáum nemendum.

  Yfirleitt raðast nemendur með jafnöldrum sínum úr sama skóla en ekki er gert ráð fyrir að vinir eða vinkonur raðist sérstaklega saman. Við lítum svo á að öllum sé hollt að kynnast nýju fólki og starfa með öðrum en sínum nánustu vinum.

 • 2. Starfsstöðvar og aðstaða

  Við erum með starfsstöðvar við flesta grunnskóla borgarinnar og margir nemendur raðast því í þann skóla sem þeir búa næst. Nokkrar starfsstöðvar eru úti í hverfunum eða í almenningsgörðum og 1-2 utan borgarinnar.

  • Þar sem vinnan fer öll fram utandyra er nauðsynlegt að nemendur hafi meðferðis hlífðarfatnað og góða vinnuskó og vinnuhanska.
  • Aðstaða fyrir matarhlé er í öllum starfsstöðvum. Þar sem við erum ekki inni í skólum þá notumst við við vinnuskúra.
  • Mikilvægt er að nemendur hafi með sér gott nesti og drykkjarföng því ekki er gert ráð fyrir því að farið sé í búðir í matar- og kaffitímum.
  • Nemendur sem aðstöðu hafa í vinnuskúrum hafa aðgang að þurrklósettum eða nýta salerni skólanna.
  • Þeir nemendur sem vinna á Austurheiðum/Úlfarsfelli ferðast með hópferðarbílum fram og til baka. Í öðrum tilvikum fá nemendur strætómiða til að komast til vinnu sé vinnuskólahópur þeirra staðsettur utan þeirra heimahverfis.

   

 • 3. Staðsetningar sumarið 2019

  Í VINNSLU

  Vesturbær

  Grandaskóli

  Hagaskóli

  Hljómskálagarður

  Vesturbæjarskóli

   

  Miðborg og Hlíðar

  Austurbæjarskóli

  Hallgrímskirkja

  Hlíðaskóli

  Miklatún

   

  Laugardalur

  Laugardalur

  Laugalækjarskóli

  Langholtsskóli

  Vogaskóli

   

  Háaleiti, Bústaðir og Fossvogur

  Breiðagerðisskóli

  Fossvogsskóli

  Grundagerðisgarður

  Háaleitisskóli (Álftamýri)

  Réttarholtsskóli  Breiðholt

  Breiðholtsskóli

  Breiðholtshvarf

  Hólabrekkuskóli

  Fellaskóli

  Seljaskóli

  Ölduselsskóli

   

  Árbær og Norðlingaholt

  Ártúnsskóli

  Árbæjarsafn

  Árbæjarskóli

  Norðlingaskóli

  Selásskóli

   

  Grafarholt

  Dalskóli

  Ingunnarskóli

  Reynisvatnsás

  Sæmundarskóli

   

  Grafarvogur og Kléberg

  Foldaskóli

  Rimaskóli

  Kelduskóli (Vík)

  Klébergsskóli

  Vættaskóli (Engi)

   

   

  Breiðholtshvarf