Laun

 • 1. Tímakaup

   LAUN 2017  9. BEKKUR  10. BEKKUR
   Tímakaup:  603 kr.  802 kr.
   Tímafjöldi:  105 105
  Möguleg heildarlaun: 63.315 kr. 84.210 kr. 
  Með orlofi (10,17%): 69.754 kr. 92.774 kr. 
  • Nemendur sem verða 16 ára á árinu greiða skatt ef ekki er gefinn upp persónuafsláttur (sjá nánar hér á síðunni). 
  • Mánuði eftir að 16 ára aldri er náð greiða  emendur í lífeyrissjóð. Brú er sá sjóður sem greitt er í (hlekkurinn opnast í nýjum glugga).
 • 2. Launatímabil

  Launatímabil nemenda eru eins og hjá öðru tímavinnufólki hjá Reykjavíkurborg, þ.e. frá 11. hvers mánaðar til 10. þess næsta.

  • 1. ágúst: Greiðsla fyrir 12. júní til 10. júlí.
  • 1. september: Greiðsla fyrir 11. til 31. júlí.
 • 3. Launaseðlar

  Launaseðlar berast í heimabanka 1. hvers mánaðar. Ef nemandi er ekki með heimabanka er því gott að stofna slíkan í viðkomandi banka. Seðlana er að finna undir "rafræn skjöl." 

  Reykjavíkurborg hefur ekki sent prentaða launaseðla um nokkurra ára skeið. 

 • 4. Orlof

  Orlofsfé er 10,17% og greiðist á alla tímavinnu. Það er lagt inn á orlofsreikning á nafni viðkomandi unglings í Arion-banka (hlekkurinn opnast í nýjum glugga).

 • 5. Persónuafsláttur

  Nemendur sem verða 16 ára á árinu þurfa að senda inn eftirfarandi upplýsingar um rafrænan persónuafslátt með tölvupósti á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.:

  • Nafn og kennitala nemanda.
  • Hlutfall persónuafsláttar sem á að nota (allt að 100%).
  • Hvenær á að byrja að nota kortið - sem er væntanlega á fyrsta starfsdegi, 12.júní 2017 (nema að kortið sé í notkun annarsstaðar).
  • Hversu hár uppsafnaður persónuafsláttur er í krónum talinn (upplýsingar um það er að finna á https://minn.rsk.is/Thjonustusidur/). Ef kortið hefur ekki verið notað á árinu er nóg að segja að það sé ónotað frá áramótum.

  Ef þessar upplýsingar eru ekki sendar verður dreginn fullur skattur af launum. Hann verður hann ekki endurgreiddur af Vinnuskólanum.

  Hins vegar verður hægt að sækja endurgreisðlu til Ríkisskattstjóra frá og með 1. október, sjá https://www.rsk.is/einstaklingar/stadgreidsla/endurgreidsla/.

 • 6. Veikindi og leyfi

  Nemendur vinna sér ekki inn veikindarétt. Veikindadagar eru því ekki greiddir og ekki er hægt að vinna þá upp síðar.

  Hægt er að fá leyfi frá störfum á starfstímabilinu, sjá nánar hér

  Veikindi og leyfi skulu tilkynnt af foreldri til viðkomandi leiðbeinanda. 

 • 7. Eru launin rétt?

  Foreldrar og nemendur bera ábyrgð á því að kanna tímanlega hvort laun hafa verið rétt skráð. Ef talið er að einhverja tíma skorti upp á þarf að hafa samband við This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eins fljótt og auðið er. Líði langur tími frá útborgun getur verið erfitt að sannreyna að tíma vanti. 

  Leiðbeinendur biðja nemendur um að staðfesta þá tíma sem unnir hafa verið á launatímabilinu með undirritun á tímaskýrslu. Það er gott fyrir nemendur að fylgjast með sinni mætingu og skrá hana hjá sér reglulega.