Starfstími

 • 1. Daglegur vinnutími

  8. bekkur.

  • Nemendur starfa í 3,5 tíma á dag.
  • Daglegur vinnutími hóps er frá 8.15 til 11.45 eða frá 12.15 til 15.45.
  • Unnið ýmist fyrir eða eftir hádegi, viku í senn. Þannig er gert ráð fyrir að vinnutími hópanna breytist vikulega.
  • Athugið að nemendum stendur ekki til boða að vinna eingöngu fyrir eða eftir hádegi á sínu starfstímabili.

   9. og 10. bekkur.

  • Nemendur starfa í 7 tíma á dag.
  • Daglegur vinnutími er frá 8.30 til 15.30.

   

   

   

   

 • 2. Starfstímabil

  Hver nemandi fær úthlutað vinnu á einu af þremur starfstímabilum sumarið 2019. Þau eru eftirfarandi:

  • Tímabil 1.   11. júní - 2. júlí.
  • Tímabil 2.   3. -23. júlí.
  • Tímabil 3.   24. júlí – 14. ágúst.

  Vinnudagarnir á hverju tímabili eru 15.

  Nemendum úr 8. bekk býðst að starfa í 52,5 tíma alls en nemendum úr 9. og 10. bekkjum í 105  tíma.

   

   1.4.2019

 • 3. Leyfi

  Mögulegt er að fá leyfi frá störfum en nemendum gefst ekki kostur á að vinna upp tapaðan starfstíma síðar. Æskilegt er að foreldrar tilkynni frítöku með fyrirvara til viðkomandi leiðbeinanda.