Starfstími

 • 1. Daglegur vinnutími

  • Allir nemendur starfa í 3,5 tíma á dag.
  • Daglegur vinnutími hvers nemanda er frá 8.15- 11.45 eða 12.15-15.45.
  • Unnið ýmist fyrir eða eftir hádegi, viku í senn. Þannig er gert ráð fyrir að vinnutími hópanna breytist vikulega.

  Athugið að nemendum stendur ekki til boða að vinna eingöngu fyrir eða eftir hádegi á starfstímabilinu.

   

   

 • 2. Starfstímabil

  Starfstímabil nemenda verður eingöngu eitt í sumar:

  • 12. júní til 31. júlí.
  • Vinnudagar eru alls 30, vinnustundirnar 105.
  • Nemendur taka alls 5 daga í leyfi á tímabilinu. Leiðbeinendur skulu upplýstir tímanlega um frítöku nemenda.

   

   

 • 3. Leyfi

  Gert er ráð fyrir að nemendur taki sér 5 daga í leyfi á starfstímabilinu sem er alls 35 dagar. Dreifa má dögunum yfir sumarið eða taka þá alla saman.

  • Það má fá leyfi frá störfum lengur ef aðstæður kalla á það.  
  • Æskilegt að foreldrar tilkynni viðkomandi leiðbeinenda frítökuna með fyrirvara.