Skóla- og starfsreglur
Skóla- og starfsreglum er ætlað að stuðla að festu og vellíðan nemenda í starfi. Í Vinnuskóla Reykjavíkur gilda eftirfarandi reglur:
- Nemendur hlíta fyrirmælum leiðbeinenda og sýna samstarfsfólki og öðrum kurteisi og tillitssemi í starfi
- Nemendur eru stundvísir
- Nemendur bera virðingu fyrir starfinu og fara vel með verkfæri
- Nemendur skulu mæta til vinnu klæddir eftir veðri og með nesti við hæfi
- Nemendur bera ábyrgð á eigin eigum í vinnutíma
- Farsímanotkun er óheimil nema með samþykki leiðbeinanda
- Vinnuskólinn er tóbakslaus vinnustaður
Aðgerðir vegna brota á reglum:
Verði misbrestur á að nemandi fylgi reglum Vinnuskólans er hann áminntur. Verði áfram misbrestur á hegðun nemanda er samband haft við foreldra og er skólanum heimilt að vísa nemendum úr starfi, tímabundið eða varanlega eftir eðli brots.
Óásættanleg hegðun er meðal annars:
Óhlýðni, ókurteisi, óstundvísi, leti og kæruleysi
Notkun tóbaks
Skemmdarverk
Að veitast að öðrum með meiðingum eða hættulegu atferli