Niðurröðun í hópa

Yfirleitt raðast nemendur í hóp með jafnöldrum sínum úr sama skóla en ekki er gert ráð fyrir að vinir eða vinkonur raðist sérstaklega saman. Við lítum svo á að öllum sé hollt að kynnast nýju fólki og starfa með öðrum en sínum nánustu vinum.

Nemendum er raðað í hópa eftir aldri og búsetu. Í dag eru það undantekningar ef nemendur raðast í hópa utan síns hverfis. Í einhverjum tilvikum er nemendurm úr 9. og 10. bekk raðað saman í hóp, þá yfirleitt í skólum með fáum nemendum.

Vinnuskólinn er með starfsstöðvar við flesta grunnskóla borgarinnar en einnig í almenningsgörðum og opnum svæðum í borginni. Þar sem hóparnir fá ekki inni í skólum eru þeir með kaffiaðstöðu í skúrum.