Verkefni

Vinnuskólinn er útiskóli og flest öll verkefni skólans snúast um umhirðu gróðurs og beða víðs vegar í borgarlandinu og á stofnanalóðum. Málningarverkefni eru einhver á hverju sumri og eru þau einkum hugsuð fyrir nemendur með gróðurofnæmi.
 
Helstu verkfæri sem notuð eru í starfi eru ýmis smá handverkfæri til beðavinnu, skóflur, hrífur og hjólbörur auk sláttuvéla og -orfa.