Skráningar í Vinnuskólann 2021

Opnað verður fyrir skráningar í Vinnuskólann á morgun, 1. apríl. Skráningarhnappinn (blár) má finna hér að ofan. Allar helstu upplýsingar varðandi skráningarnar er að finna hér á síðunni. 

Öllum nemendum úr 8.-10. bekkjum grunnskóla í Reykjavík bjóðast störf. 

Starfstímabilin eru þrjú hjá 8. og 9. bekk,  3 vikur hvert en hjá 10. bekk eru þau tvö í 4 vikur hvort.

Hver nemandi fær úthlutað starfi á einu starfstímabili og við bendum á að skráningartími getur haft áhrif á niðurröðun á starfstímabil. Upplýsingar um laun verða birtar síðar. 

31.3.2021