Villa við innskráningu

Því miður hefur borið þó nokkuð á því að foreldrar hafi fengið eftirfarandi villumeldingu við innskráningu; "Beiðni um aðgangsskráningu fannst ekki":

Villa

Búið er að finna út úr því hvað olli þessu og koma í veg fyrir villuna. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið.

Kveðja,

starfsfólk Vinnuskólans

 

02.05.2018

 

Skráningar í Vinnuskólann

Góðan dag og gleðilegt sumar.

Opnað hefur verið fyrir skráningar í Vinnuskóla Reykjavíkur fyrir sumarið 2018. Skráningarfrestur verður til 18. maí. Nýtt skráningarkerfi hefur verið tekið upp og þurfa foreldrar að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Skráningarhnappurinn hér að ofan vísar á skráningarsíðuna.

Nokkrar breytingar verða á starfinu í nú í sumar. Helst ber að nefna að 8. bekkingum bjóðast nú störf að nýju eftir nokkurt hlé. Jafnframt mun hluta nemenda úr 10. bekk bjóðast önnur störf en við garðyrkju.

Starfstímabilin verða þrjú og hver nemandi fær úthlutað vinnu á einu þeirra. Hvert tímabil er 15 dagar og nemendur úr 8. bekk munu vinna í 3,5 tíma á dag en nemendur úr 9. og 10. bekk í 7 tíma. Skráningartími getur haft áhrif á niðurröðun á starfstímabil þannig að þeir sem eru fyrr skráðir verða í forgangi um val á tímabilum.

Laun hafa ekki verið ákvörðuð fyrir sumarið en upplýsingar verða birtar hér á síðunni þegar það gerist.

Verið er að vinna í því að uppfæra upplýsingar hér á síðunni en ef einhverjar spurningar vakna þá er hægt að senda póst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

Kveðja,

Starfsfólk Vinnuskólans

 

2017

 

 

Birt 20.4.2018

Auglýst eftir sumarstarfsfólki - 20 ára og eldri

Fjölmörg sumarstörf í Vinnuskóla Reykjavíkur fyrir 20 ára og eldri eru nú auglýst á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Umsóknartími er milli 8. febrúar og 19. mars. Starfsauglýsingarnar má sjá á eftirfarandi slóð: http://reykjavik.is/sumarstorf (hlekkurinn opnast í nýjum glugga). Störf í Vinnuskólanum eru skráð undir umhverfis- og skipulagssviði.

Störfin eru jafnframt auglýst á heimasíðu "Alfreðs" https://alfred.is/ (hlekkurinn opnast í nýjum glugga) og í Alfreð appinu sem hægt er að sækja á sömu síðu. 

Lesa >>

Hópaskipting

Nú styttist í að Vinnuskólinn hefjist. Allir skráðir nemendur eru nú komnir í hópa og hægt er að sjá hvar nemendur eiga að mæta undir flipanum "Hvar á ég að mæta?".

Sjáumst hress á mánudaginn!

Styttist í upphaf Vinnuskólans

Nú styttist í að Vinnuskólinn hefjist, 12.júní. Skráningar hafa gengið vel og niðurröðun í hópa verður aðgengileg á síðunni um mánaðarmótin.

Nemendur munu þá sjá hvar og hvenær þeir eiga að mæta í vinnunna.

Sjáumst í sumar.