Skráningar hefjast 1. apríl 2019

Beð í Breiðholti 2015

Skráningar í Vinnuskólann hefjast 1. apríl næstkomandi. Nemendum úr 8., 9. og 10. bekkjum standa til boða sumarstörf í 3 vikur.

Lesa >>

Könnun á starfsumhverfi vinnuskóla landsins

Mynd frá umhverfisráði Vinnuskólans sumarið 2017

Umboðsmaður barna stóð sumarið 2018 fyrir einni yfirgripsmestu könnun um starfsumhverfi vinnuskóla sem gerð hefur verið. Svör bárust frá öllum 73 sveitarfélög landsins og afar áhugavert er að rýna í niðurstöðurnar.

Það er athyglisvert að þó að vinnuskólar séu eingöngu í 59 sveitarfélögum þá ná þau til tæplega 99% íbúa landsins. Smærri sveitarfélög vísa sínum unglingum í einhverjum tilvikum til vinnnuskóla nágrannasveitarfélaga. Langflestum unglingum landsins stendur því til boða að starfa í vinnuskólum á sumrin.

Lesa >>

Þakkir fyrir sumarið :)

Þá er starfi Vinnuskólans lokið þetta sumarið. Við þökkum öllum nemendum, foreldrum og starfsfólki kærlega fyrir samstarfið í sumar - sjáumst að ári liðnu 😎

hópmynd

Frétt á facebook-síðu skólans - hópmynd tekin þaðan.

Skráning í Vinnuskólann áfram opin

Áfram verður opið fyrir skráningar í Vinnuskólann þó að auglýstur skráningarfrestur sé til dagsins í dag, 18. maí. Öllum sem skráð eru býðst vinna. Þar sem ólíklegt er að hægt verði að verða við fyrsta vali allra um tímabil þá mun skráningartími nemenda ráða forgangsröðun. 

Hafist verður handa við að raða nemendum í hópa og á tímbail í næstu viku. Hér á síðunni verður tilkynnt um það hvenær upplýsinga um niðurröðun er að vænta.

 

Laun sumarsins 2018

Laun fyrir sumarið 2018 hafa verið ákvörðuð. Tímakaupið er eftirfarandi:

8. bekkur: 560 kr.

9. bekkur: 630 kr.

10. bekkur: 838 kr.

Tillaga um 4,4% launahækkun var samþykkt í borgarráði í gær og laun 8. bekkjar nemenda voru jafnframt hækkuð í samræmi við hækkanir eldri nemenda frá því 8. bekkur var síðast við störf í Vinnuskólanum. Nánari upplýsingar um launin má finna hér á síðunni

 

4.5.2018